Á árinu 2020 vann undirritaður skýrslu um sveitarstjórnarstigið á Norðurlöndum fyrir Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í skýrslunni voru dregnar saman upplýsingar um þrjá meginefnisflokka sem vörðuðu efnið. Þau voru sem hér segir: 1) Skipan sveitarstjórnarstigsins á Norðurlöndum; 2) Skipan jöfnunarkerfis sveitarfélaga á Norðurlöndum og 3) Aðgerðir ríkisvaldsins vegna Covid 19 í hinum norrænu ríkjum. Sigurður Guðmundsson […]
Netfyrirlestrar á vegum stofnunar Stjórnsýslufræða og stjórnmála hjá Háskóla Íslands
Undirritaður hélt tvo netfyrirlestra um fjármál sveitarfélaga á árinu sem er að líða. Hinn fyrri var haldinn í byrjun maí. Hann fjallaði um ársreikninga sveitarfélaga. Í fyrirlestrinum, sem tók fjóra klukkutíma, var farið yfir uppsetningu ársreikninga og hvernig er lesið úr niðurstöðum þeirra. Gerð var grein fyrir rekstrarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðsstreymi og skýringum. Einnig var farið […]
Erindi á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2021
Ég flutti erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í byrjun október. Uppistaða þess voru niðurstöður úr meistararitgerð minni sem fjallar um fjármálastjórnun sveitarfélaga. Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að taka þátt í ráðstefnunni sem var fjölsótt að vanda.
Úttekt á rekstri hjúkrunarheimilisins Naust í Langanesbyggð
Í byrjun september skilaði ég skýrslu um rekstur Hjúkrunarheimilisins Naust í Langanesbyggð. Rekstur þess hefur farið versnandi á síðustu árum. Verkefni mitt var að greina hvort rekstrarvandi hjúkrunarheimilisins væri heimatilbúinn eða hvort hann ætti rætur að rekja til að framlög ríkisins til hjúkrunarheimilisins hefðu ekki fylgt rekstrarkostnaði að raungildi. Skemmst er frá að segja að […]
Námskeið hjá Rangárþingi eystra
Þann 1. september sl. hélt ég námskeið fyrir kjörna fulltrúa og embættismenn hjá Rangárþingi eystra. Námskeiðið fjallaði um lestur ársreikninga, undirbúning fjárhagsáætlunar og eftirfylgni með fjárhagsáætlun. Námskeiðið var vel sótt og fékk góðar undirtektir.
Gönguferðir sumarið 2022
Ég hef skipulagt nokkrar gönguferðir á næsta sumri. Þrjár þeirra eru á Landmannalaugasvæðinu en í þeirri fjórðu er gengið í kringum Langasjó. Nánari upplýsingar eru gefnar á gunnlaugura@gmail.com eða í síma 8644886
GAJ ráðgjöf slf.
Gunnlaugur A. Júlíusson hagfræðingur hefur stofnað ráðgjafafyrirtækið GAJ ráðgjöf slf.
Fjármálastjórnun sveitarfélaga
Gunnlaugur A. Júlíusson lauk meistaranámi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands þann 20. febrúar sl. Meistararitgerðin fjallar um fjármálastjórn sveitarfélaga og ýmis atriði henni tengd.