Netfyrirlestrar á vegum stofnunar Stjórnsýslufræða og stjórnmála hjá Háskóla Íslands

Undirritaður hélt tvo netfyrirlestra um fjármál sveitarfélaga á árinu sem er að líða.

Hinn fyrri var haldinn í byrjun maí. Hann fjallaði um ársreikninga sveitarfélaga. Í fyrirlestrinum, sem tók fjóra klukkutíma, var farið yfir uppsetningu ársreikninga og hvernig er lesið úr niðurstöðum þeirra. Gerð var grein fyrir rekstrarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðsstreymi og skýringum. Einnig var farið yfir útreikninga á mikilvægustu lykiltölum sem nýtast til að greina stöðu fjármála sveitarfélaga og hvernig þau eru að þróast.

Seinni fyrirlesturinn var haldinn í byrjun september. Í honum var fjallað um undirbúning fjárhagsáætlana og vinnuferli í því sambandi, afgreiðslu fjárhagsáætlana og eftirfylgni með þeim. Farið var yfir mikilvægi fjárhagsáætlana sem stjórntæki. Gerð var grein fyrir þeim upplýsingum sem unnið er með við undirbúning fjárhagsáætlana, samskipti við lykilstarfsmanna innan sveitarfélaga í þessu sambandi og ábyrgð þeirra við framkvæmd fjárhagsáætlana.

Undirtekt við fyrirlestrunum var góð. Hvor fyrirlestur var sóttur af rúmlega fimmtíu einstaklingum.

Reynslan sýnir að þetta fyrirkomulag hentar mjög vel til að koma fræðslu til áhugasamra innan sveitarfélaganna og opnar ýmsa möguleika í því sambandi.

Netfyrirlestrar á vegum stofnunar Stjórnsýslufræða og stjórnmála hjá Háskóla Íslands
Scroll to top