Skýrsla um sveitarstjórnarstigið á Norðurlöndum

Á árinu 2020 vann undirritaður skýrslu um sveitarstjórnarstigið á Norðurlöndum fyrir Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í skýrslunni voru dregnar saman upplýsingar um þrjá meginefnisflokka sem vörðuðu efnið. Þau voru sem hér segir: 1) Skipan sveitarstjórnarstigsins á Norðurlöndum; 2) Skipan jöfnunarkerfis sveitarfélaga á Norðurlöndum og 3) Aðgerðir ríkisvaldsins vegna Covid 19 í hinum norrænu ríkjum. Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur vann einn kafla í samantektinni sem varðaði þjóðhagslega stöðu sveitarfélaganna.

Í framhaldi af framlagningu skýrslunnar hélt undirritaður tvo netfyrirlestra fyrir starfshópa á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem vinna að stöðu sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Sá fyrri fjallaði um stöðu sveitarstjórnarstigsins á Norðurlöndum. Hinn seinni fjallaði um stöðu og fyrirkomulag jöfnunarkerfis sveitarstjórnarstigsins í hinum norrænu ríkjum.

Skýrslan og fyrirlestrarnir fylgja hér með.

Skýrsla um sveitarstjórnarstigið á Norðurlöndum
Scroll to top