Úttekt á rekstri hjúkrunarheimilisins Naust í Langanesbyggð

Í byrjun september skilaði ég skýrslu um rekstur Hjúkrunarheimilisins Naust í Langanesbyggð. Rekstur þess hefur farið versnandi á síðustu árum. Verkefni mitt var að greina hvort rekstrarvandi hjúkrunarheimilisins væri heimatilbúinn eða hvort hann ætti rætur að rekja til að framlög ríkisins til hjúkrunarheimilisins hefðu ekki fylgt rekstrarkostnaði að raungildi. Skemmst er frá að segja að niðurstaðan mín var sú að rekstur heimilisins hefði verið í mjög góðu jafnvægi á síðustu árum og ekkert benti til að þar væri farið óvarlega með fjármuni. Daggjöld hafa á hinn bóginn ekki fylgt þróun útgjalda (launakostnaðar og annarra rekstrarútgjalda) að raungildi.

Úttekt á rekstri hjúkrunarheimilisins Naust í Langanesbyggð
Scroll to top