Gunnlaugur A. Júlíusson hagfræðingur hefur stofnað ráðgjafafyrirtækið GAJ ráðgjöf slf. GAJ ráðgjöf slf. mun bjóða upp á sérhæfða ráðgjöf sem beinist fyrst og fremst að fjármálum og rekstri sveitarfélaga.
Þar má nefna eftirfarandi:
- úttekt á rekstri sveitarfélaga eða einstökum verkþáttum í rekstri þeirra
- vinnulag og áherslur við undirbúning fjárheimilda
- eftirfylgni og eftirlit með framkvæmd fjárheimilda
- afmörkuð verkefni sem tengjast einstökum þáttum í rekstri sveitarfélaga
- ráðgjöf við fjármálastjórnun vegna stærri framkvæmda
- stjórnsýsluúttektir
- ráðgjöf í samskiptum sveitarfélaga við ríkisvaldið eða einstaka opinberar stofnanir
Gunnlaugur hefur unnið að sveitarstjórnarmálum frá árinu 1994, bæði sem sveitarstjóri hjá tveimur sveitarfélögum og sem sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Leiðsögn og akstur með ferðafólk
GAJ ráðgjöf slf býður einnig upp á leiðsögn fyrir ferðafólk, bæði almenna leiðsögn og gönguleiðsögn. Gunnlaugur hefur lokið námi í Leiðsögumannaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi. Einnig hefur hann lokið meiraprófi á stærstu rútur.
Námsferill
Gunnlaugur lauk meistaranámi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands í febrúar 2021.
Hann lauk námi í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2001.
Hann hefur lokið BSc í landbúnaðarfræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands og stundaði nám í landbúnaðarhagfræði við landbúnaðarháskólana í Ultuna í Svíþjóð og Den Kongelige Veterinær og landbohojskole í Kaupmannahöfn.
Kennsla og fyrirlestrar
Gunnlaugur hefur haldið fjölda fyrirlestra og skrifað kennslu- og fræðsluefni um sveitarstjórnarmál og fjármál sveitarfélaga á liðnum árum. Einnig hefur hann setið í fjölda nefnda og stjórna sem tengjast sveitarstjórnarmálum.
Hann vinnur nú í hlutastarfi sem stundakennari við Háskóla Íslands.
Símanúmer Gunnlaugs er 8644996 og netfang hans er gaj@gajradgjof.is