Gunnlaugur A. Júlíusson lauk meistaranámi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands þann 20. febrúar sl. Meistararitgerðin fjallar um fjármálastjórn sveitarfélaga og ýmis atriði henni tengd.
Í ritgerðinni er fjármálakafli íslenskra sveitarstjórnarlaga borinn saman við hliðstæða kafla í sveitarstjórnarlögum hjá öðrum norrænum ríkjum. Birtar eru niðurstöður úr tveimur rannsóknum sem unnar voru í samstarfi við átta sveitarfélög. Þau voru valin út frá stöðu veltufjár frá rekstri, fjögur þeirra voru með hátt veltufé frá rekstri og fjögur þeirra með lágt veltufé frá rekstri.
Markmið rannsóknarinnar er m.a. að greina hvort megi rekja mun í afkomu sveitarfélaganna til vinnulags við undirbúning fjárheimilda og vinnulags við eftirfylgni með framkvæmd þeirra.